Góð ráð
Það er mjög einfalt að skrá vöru! Þú tekur mynd af vörunni sem þú vilt selja eða skipta, ferð svo á www.fataskipti.is og býrð til notanda. Þegar þú hefur lokið því, áttu að sjá efst í horninu hægra megin "Velkomin ...". Þar velurðu "Mínar vörur" og svo "Skrá nýja vöru".
Þarna geturu valið flokk, stærð, verð ofl. fyrir vöruna. Til að setja inn myndina ýtir þú á "Hlaða myndum" og þú velur vöruna í "Add files". Þegar varan er komin inn ýtir þú á "Start Upload" og þegar varan er komin í 100% getur þú lokað glugganum með því að ýta á x sem er hægra megin í horninu á kassanum. Athugið að ekki er hægt að setja of stórar myndir inn.
- Þú þarft ekki að eiga gæðamyndavél til að taka mynd af vörunni þinni. Þú getur tekið myndir með símanum eða með "venjulegri" stafrænni vél.
- Reyndu að láta vörun líta sem best út, að hún sé í góðu standi, ekki rifinn, með blettum eða krumpuð.
- Til að mynda flík er best að hafa einlitann bakgrunn (svo að flíkin verði mest áberandi). Gott er að hengja flíkina upp á herðtré og hafa t.d. hvítan vegg í bakgrunni en ekki er verra klæðast flíkinni, þá sést hún best og þá er einnig gott standa við einlitaðan bakgrunni. Einnig er hægt að leggja flíkina á gólfið eða á rúmið t.d. á hvítt lak.
- Hægt er að setja inn fleiri en eina mynd af sömu flík. Reyndu að sýna hana bæði að framan og aftan. Ef hún er með einhver smáatriði t.d. eins og lítil blóm, sem erfitt er að sjá á heilmyndinni, taktu þá einnig nærmynd af því.
- Ef myndavélin er ekki með flass reyndu þá að hafa góða birtu í herberginu.
- Vertu viss um að myndirnar snúi rétt áður en þú setur þær inn á heimasíðuna því það er ekki hægt að snúa þeim við þar. Vinsamlegast sendið tölvupóst á fataskipti hjá fataskipti.is ef þið hafið einhverjar spurningar.